Verkamannaflokkurinn tapaði og vann

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins. AFP

Breski Verka­manna­flokk­ur­inn sigraði í aukaþing­kosn­ing­um í kjör­dæm­inu Stoke-on-Trent sem fram fóru í gær en boðað var til kosn­inga í kjöl­far þess að þingmaður kjör­dæm­is­ins, Tristram Hunt, sagði af sér eft­ir að hafa verið boðið að taka við sem fram­kvæmda­stjóri Victoria and Al­bert safns­ins í London. Verka­manna­flokk­ur­inn hef­ur sigrað í kosn­ing­um í kjör­dæm­inu all­ar göt­ur frá ár­inu 1950 þegar það var sett á lagg­irn­ar.

Leiðtogi Breska sjálf­stæðis­flokks­ins, Paul Nuttall, bauð sig fram í kjör­dæm­inu og var tal­inn helsta ógn­in við fram­bjóðanda Verka­manna­flokks­ins, Ga­reth Snell. Þrátt fyr­ir að Verka­manna­flokk­ur­inn hafi haft sterka stöðu í Stoke-on-Trent í ára­tugi var talið að fyr­ir­huguð út­ganga Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu gæti sett strik í reikn­ing­inn þar sem mik­ill meiri­hluti kjós­enda í kjör­dæm­inu studdi út­göng­una í þjóðar­at­kvæðagreiðslu á síðasta ári.

Verka­manna­flokk­ur­inn beið hins veg­ar ósig­ur í aukaþing­kosn­ing­um í kjör­dæm­inu Cop­e­land. Þar sigraði fram­bjóðandi Íhalds­flokks­ins, Tru­dy Harri­son. Boðað var til kosn­inga í kjör­dæm­inu í kjöl­far þess að sitj­andi þingmaður Verka­manna­flokks­ins, Jamie Reed, var boðið starf í kjarn­orkuiðnaðinum.

Talið er hugs­an­legt að hörð afstaða leiðtoga Verka­manna­flokks­ins, Jeremys Cor­byn, gegn kjarn­orku hafi haft nei­kvæð áhrif á gengi flokks­ins en marg­ir íbú­ar kjör­dæm­is­ins starfa í kjarn­orkuiðnaðinum en kjarn­orku­verið í Sellafield er inn­an þess.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert