Sækja um heimild fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu

00:00
00:00

Nicola Stur­geon, for­sæt­is­ráðherra heima­stjórn­ar Skot­lands og leiðtogi Skoska þjóðarflokks­ins (SNP), hef­ur óskað eft­ir heim­ild til þess að halda aðra þjóðar­at­kvæðagreiðslu um sjálf­stæði Skot­lands.

Stur­geon seg­ir að óskað sé eft­ir því að at­kvæðagreiðslan fari fram haustið 2018 eða vorið 2019. Í næstu viku verður til­lag­an lögð fram á skoska þing­inu. 

Í októ­ber sagði Stur­geon að Skot­ar myndu óska eft­ir ann­arri þjóðar­at­kvæðagreiðslu en um neyðarráðstöf­un væri að ræða þar sem ótt­ast er að Skot­ar missi tengsl við Evr­ópu­sam­bandið vegna út­göngu Bret­lands úr ESB.

Hún seg­ist sann­færð um að Skot­land hafi getu til þess að vera sjálf­stætt ríki og úr því verði að skera áður en Bret­land yf­ir­gef­ur ESB svo hægt verði að vernda hags­muni lands­ins.

Í sept­em­ber 2014 greiddu 55% Skota at­kvæði með því að vera áfram hluti af Bretlandi í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Þegar greidd voru at­kvæði um Brex­it í vor greiddu 62% Skota at­kvæði með því að vera áfram í ESB.

Stur­geon ræddi við frétta­menn í Ed­in­borg í morg­un en hún seg­ir að Skot­ar verði að fá tæki­færi til þess að greiða at­kvæði um hvort þeir vilji harðlínu-Brex­it eða að verða sjálf­stætt ríki.

Hún seg­ir Skota standa á gríðarlega mik­il­væg­um kross­göt­um og hún muni stíga þau skref sem eru nauðsyn­leg til þess að tryggja Skot­um rétt á að velja. Hvort þeir fylgi Bret­um í átt að harðlínu-Brex­it eða að verða sjálf­stætt ríki sem geti tryggt sam­starf við önn­ur ríki á jafn­ræðis­grunni.

Nicola Sturgeon.
Nicola Stur­geon. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert