Heilbrigðiskerfið í Brexit-vanda

AFP

Fjöldi skrán­inga rík­is­borg­ara Evr­ópu­sam­bands­ríkja sem hjúkr­un­ar­fræðinga í Bretlandi hef­ur dreg­ist sam­an um 92% frá því að Bret­ar samþykktu að ganga úr ESB í júní sl. Þá hef­ur met­fjöldi sagt upp störf­um hjá bresku heil­brigðisþjónst­unni, NHS.

Þró­un­in þykir benda til þess að þrákelkni for­sæt­is­ráðherr­ans Th­eresu May gagn­vart því að gefa fyr­ir­heit um stöðu rík­is­borg­ara ESB í Bretlandi í kjöl­far úr­sagn­ar sé að bæta á mönn­un­ar­vanda heil­brigðisþjón­ust­unn­ar.

Ein­ung­is 96 hjúkr­un­ar­fræðing­ar frá Evr­ópu­sam­bands­ríkj­un­um réðu sig til starfa hjá NHS í des­em­ber sl. en þeir voru 1.304 í júlí. Þá yf­ir­gáfu um 2.700 hjúkr­un­ar­fræðing­ar frá ESB-ríkj­un­um heil­brigðisþjón­ust­una árið 2016, sam­an­borið við 1.600 árið 2014.

May hef­ur sagt að Bret­land geti ekki tekið ein­hliða ákvörðun um að lofa íbú­um frá öðrum ESB-ríkj­um áfram­hald­andi bú­setu, þar sem það myndi veikja samn­ings­stöðuna þegar kem­ur að samn­ingaviðræðum við sam­bandið um úr­sögn­ina.

Ítar­lega frétt um málið má finna hjá Guar­di­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert