Bresk flugfélög flytji til ESB vegna Brexit

British Airways er eitt þeirra flugfélaga sem hefur verið varað …
British Airways er eitt þeirra flugfélaga sem hefur verið varað við áhrifum Brexit á starfsemi flugfélagsins innan ESB. AFP

Bresk­um flug­fé­lög­um er ráðlagt að flytja höfuðstöðvar sín­ar til ríkja ESB fyr­ir út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu, vilji þau halda flug­leiðum sín­um inn­an ESB óbreytt­um eft­ir út­göng­una. Frétta­vef­ur Guar­di­an seg­ir ráðamenn ESB hafa varað ea­syJet, Ry­ana­ir og Brit­ish Airways við að flug­fé­lög­in þurfi að flytja höfuðstöðvar sín­ar og selja hluta­bréf til rík­is­borg­ara ESB svo ekki verði breyt­ing­ar á flug­leiðum þeirra.

Guar­di­an seg­ir stjórn­end­ur stærstu flug­fé­lag­ana hafa verið minnta á lokuðum fund­um með ráðamönn­um ESB, að til þess að halda áfram flug­leiðum inn­an ríkja ESB, t.d. á milli Mílanó og Par­ís­ar – þá verði um­fangs­mik­ill hluti starf­semi þeirra að vera inn­an ESB og að meiri­hluti hluta­bréfa verði sömu­leiðis að vera í eigu rík­is­borg­ara ESB.

Bú­ast við að Bret­ar svari í sömu mynt

Aðeins nokkr­ir dag­ar eru nú þar til Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hyggst virkja 50. grein Lissa­bon sátt­mál­ans og hefja þar með form­lega út­göngu Breta úr ESB. Guar­di­an seg­ir þá ákvörðun auka á lík­ur þess að flug­fé­lög­in verði við kröf­um ESB og end­ur­skipu­leggi starf­semi sína, sem að öll­um lík­ind­um hafi efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir Bret­land, m.a. með fækk­un starfa.

Guar­di­an tel­ur að bú­ast megi við að bresk stjórn­völd sína sam­bæri­lega óbil­girni og að lík­legt sé að þau setji sín­ar eig­in regl­ur sem muni gera evr­ópsk­um flug­fé­lög­um erfiðara um vik að stunda starf­semi í Bretlandi.

Aðgengi að flug­leiðum milli ríkja ESB hef­ur verið stór þátt­ur í viðskipta­mód­eli flug­fé­laga á borð við ea­syJet og vinn­ur flug­fé­lagið nú að því að koma á fót starf­semi í Evr­ópu. For­svars­menn þess full­yrða þó að höfuðstöðvar ea­syJet verði áfram í Bretlandi.

Seg­ir bresku stjórn­ina sýna „létt­brjálaða bjart­sýni“

Ea­syJet er nú að 84%-hlut í eigu ESB borg­ara, en það hlut­fall mun lækka niður í 49% með til­komu Brex­it. Ry­ana­ir er nú að 60% hlut í eigu ESB borg­ara, en hlut­fallið mun lækka niður í 40% með út­göng­unni úr ESB.

Talsmaður Ry­ana­ir seg­ir að flug­fé­lagið muni aðlag­ast breytt­um aðstæðum. For­stjóri Ry­ana­ir, Michael O’­Le­ary, hef­ur engu að síður varað við hætt­unni sem flugiðnaðinum stafi af Brex­it og gagn­rýnt „létt­brjálaða bjart­sýni“ bresku stjórn­ar­inn­ar í mál­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert