Var á 122 kílómetra hraða á brúnni

Blóm hafa verið lögð við Westminster brúnna til þess að …
Blóm hafa verið lögð við Westminster brúnna til þess að minnast fórnarlambanna. AFP

Lögregla í Lundúnum telur að Khalid Masood hafi verið á allt að 122 kílómetra hraða á klukkustund á Westminster brúnni þar sem hann varð þremur að bana á miðvikudaginn og særði 50.

BBC greinir frá þessu og vitnar í ónefnda heimildarmenn.

Masood ók síðan á grindverk, fór út úr bifreiðinni og stakk lögregluþjón til bana, allt á 82 sekúndum. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hraðann við fjölmiðla þar sem málið er í rannsókn.

Fórnarlömb Masood voru lögregluþjónninn Keith Palmer sem var stunginn og þau Aysha Frade, Kurt Cochran og Leslie Rhodes sem ekið var á. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem er versta hryðjuverkaárás í Lundúnum í tíu ár. 

Masood var 52 ára gamall.
Masood var 52 ára gamall. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert