Formlegt útgönguferli hafið

Fánar Bretlands og ESB blakta við þinghúsið í Westminster. Útganga …
Fánar Bretlands og ESB blakta við þinghúsið í Westminster. Útganga Breta úr sambandinu er nú formlega hafin. AFP

Tim Barrow, sendi­herra Bret­lands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu, hef­ur af­hent Don­ald Tusk, for­seta leiðtogaráðs sam­bands­ins, bréf sem inni­held­ur form­lega til­kynn­ingu um úr­sögn Breta úr sam­band­inu. Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, und­ir­ritaði bréf í gær með með breska fán­ann sér við hlið og mál­verk af Robert Walpole, fyrsta for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, á veggn­um fyr­ir aft­an sig. 

Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, undirritaði bréfið með breska fánann sér …
For­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Th­eresa May, und­ir­ritaði bréfið með breska fán­ann sér við hlið í gær. AFP

Þar með hef­ur nú grein 50 í Lissa­bon-sátt­mála Evr­ópu­sam­bands­ins verið virkjuð sem kveður á um með hvaða hætti ríki geti sagt skilið við sam­bandið. Viðræður um úr­sögn­ina munu nú hefjast. „Þetta er sögu­legt augna­blik og ekki verður aft­ur snúið,“ sagði May í þingsal í dag. Hún kallaði eft­ir sam­stöðu um málið. 

 Meiri­hluti breskra kjós­enda samþykkti í þjóðar­at­kvæðagreiðslu síðasta sum­ar að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu og breska þingið lagði bless­un sína yfir þá niður­stöðu fyrr í þess­um mánuði. Bret­land hef­ur verið hluti af Evr­ópu­sam­band­inu í 44 ár. 

Í frétt AFP kem­ur fram að með af­hend­ingu bréfs­ins þá sé form­lega haf­inn tveggja ára tím­arammi sem Evr­ópu­sam­bandið og bresk stjórn­völd hafa til þess að semja um for­send­ur út­göng­unn­ar.

Hvað mun nú ger­ast?

Mik­il óvissa rík­ir um hvaða áhrif út­ganga Bret­anna mun hafa. Ekk­ert sam­bands­ríki hef­ur áður yf­ir­gefið ESB.

Fyrsta skrefið í út­göngu­ferl­inu verður það, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu CNN, að rík­is­stjórn May mun leggja fram laga­frum­varp, Stóra ógild­ing­ar-frum­varpið eins og það er kallað. Frum­varpið kveður á um af­nám alls valds sem Evr­ópu­sam­bandið hef­ur í Bretlandi sam­kvæmt lög­um. Áður en að til þess kem­ur að fullu verður öll nú­ver­andi lög­gjöf sam­bands­ins sem gild­ir í Bretlandi flutt yfir í breska laga­safnið. Bret­ar hafa ekki inn­leitt alla Evr­ópu­lög­gjöf­ina í bresk lög hingað til, held­ur hef­ur hún tekið gildi þar um leið og hún hef­ur verið samþykkt af stofn­un­um ESB.

Í kjöl­farið mun svo breska þingið fá það verk­efni að ákveða hvaða lög­um ESB skuli halda og hverj­um sleppa. Um 20.000 laga­gerðir sam­bands­ins eru í gildi, allt frá því hvernig orku­gjafa beri að nota og til þess hversu mik­il sveigja megi vera á ban­ana sem seld­ur í er versl­un­um.

Tim Barrow, sendiherra Bretlands gagnvart Evrópusambandinu, á leið til fundar …
Tim Barrow, sendi­herra Bret­lands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu, á leið til fund­ar við Don­ald Tusk for­seta leiðtogaráðs sam­bands­ins, til að af­henta bréfið, und­ir­ritað af Th­eresu May. AFP

En hver eru stóru verk­efn­in framund­an?

Einn horn­steinn sam­bands­ins er að borg­ar­ar aðild­ar­ríkj­anna geta heim­sótt, unnið, lært og búið hvar sem er inn­an þess. Nú þarf að ákveða hvernig Bret­ar vilja haga þess­um mál­um í kjöl­far úr­sagn­ar­inn­ar. 

Þá verða flótta­manna- og hæl­is­leit­enda­mál ef­laust fyr­ir­ferðamik­il. Meta verður hvort að Bret­land verði til dæm­is áfram aðili að Dyfl­inn­arsátt­mál­an­um sem kveður á um að hafi hæl­is­leit­andi haft viðkomu í öðru Evr­ópu­landi áður en hann kem­ur til Bret­lands (eða ann­ars ríki inn­an ESB) megi senda hann aft­ur til fyrsta viðkomu­lands. Í frétt CNN kem­ur fram að Bret­ar verði að semja upp á nýtt um aðild að þessu sam­komu­lagi.

Þá er mik­il óvissa um aðgang að mörkuðum, tolla­mál og  þar með áhrif­in á viðskipta­lífið í Bretlandi sem og ESB í heild. Talið er að samn­ingsviðræður við ESB um þetta atriði verði hvað fyr­ir­ferðamest­ar og flókn­ast­ar. Marg­ir telja það þó vel mögu­legt að ná metnaðarfull­um fríversl­un­ar­samn­ingi á milli Bret­lands og ESB.

Bananar sem seldir eru innan ESB verða að hafa ákveðið …
Ban­an­ar sem seld­ir eru inn­an ESB verða að hafa ákveðið mikla sveigju og vera auk þess að minnsta kosti fjór­ir sam­an í knippi. AFP

Bogn­ari ban­an­ar eft­ir Brex­it?

En önn­ur minni mál verður einnig að tækla. Lengi hef­ur verið gert grín að regl­um ESB um ban­ana. Sam­kvæmt reglu­gerð sam­bands­ins frá 1994 verða ban­an­ar að vera laus­ir við „óeðli­lega sveigju“, vera meira en fjór­tán sentí­metr­ar að lengd og selj­ast sam­an í knipp­um sem ekki telja færri en fjóra. Það er því mögu­legt að bresk­ir ban­an­an­ar verði bogn­ari en áður eft­ir að Brex­it tek­ur gildi að fullu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert