Drógu öskrandi mann úr fullri vél

Þrír lögreglumenn voru kallaðir til og drógu þeir manninn úr …
Þrír lögreglumenn voru kallaðir til og drógu þeir manninn úr vélinni. Skjáskot/Twitter

Banda­ríska flug­fé­lagið United Air­lines hef­ur verið harðlega gagn­rýnt á sam­fé­lags­miðlum í dag eft­ir að farþega í einni flug­vél fé­lags­ins var vísað úr vél­inni í gær vegna þess að of marg­ir farþegar voru um borð.

Flug­fé­lagið seg­ir að það hafi beðið sjálf­boðaliða að yf­ir­gefa vél­ina sem var á leið til Louis­ville í Kentucky frá Chicago. Kalla þurfti eft­ir aðstoð lög­reglu eft­ir að farþegi neitaði að yf­ir­gefa vél­ina.

Farþegum var tjáð að fjór­ir farþegar þyrftu að yf­ir­gefa vél­ina vegna þess að fjór­ir starfs­menn United Air­lines þyrftu að að fljúga með vél­inni. Eng­inn farþegi bauðst til þess að stíga frá borði, þrátt fyr­ir boð um 800 banda­ríkja­dali. 

Farþegar fengu þá að vita að tölva myndi velja fjóra farþega af handa­hófi sem yrðu að yf­ir­gefa vél­ina. Maður var val­inn en hann neitaði og sagðist vera lækn­ir sem þyrfti að hitta sjúk­ling dag­inn eft­ir. 

Mynd­skeið náðist af því þegar þrír lög­reglu­menn draga mann öskr­andi út úr flug­vél­inni. „Guð minn góður, sjáið hvað þið gerðuð við hann,“ heyrðist ann­ar farþegi öskra.

Fjöl­marg­ir hafa látið í ljós óánægju sína vegna at­viks­ins á sam­fé­lags­miðlum, til að mynda á Twitter og Face­book. 

Tyler Bridges, sem lét mynd­skeið af at­vik­inu á Twitter skrifaði: „Það er ekki farið vel með lækni sem er að reyna að fara í vinnu af því að það eru of marg­ir í vél­inni,“ skrifaði Bridges.

„Krakk­ar grétu,“ sagði Bridges.

„Einn viðskipta­vin­ur neitaði að yf­ir­gefa vél­ina og við þurft­um að kalla eft­ir aðstoð,“ sagði talsmaður United Air­lines, Charlie Hobart, við Chicago Tri­bu­ne. „Við biðjumst af­sök­un­ar á því að það voru of marg­ir bókaðir í vél­ina.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka