Danir vilja veiða áfram við Bretland

AFP

Dönsk stjórn­völd ætla að gera kröfu um að tryggt verði í fyr­ir­huguðum samn­ingi á milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins úr úr­sögn Breta úr sam­band­inu að dansk­ir sjó­menn geti áfram veitt í breskri efna­hagslög­sögu eins og áður.

Frá þessu er greint á frétta­vef breska dag­blaðsins Guar­di­an. Þar seg­ir að dönsk stjórn­völd hafi farið í göm­ul skjala­söfn til þess að finna sann­an­ir fyr­ir því að Dan­ir hafi stundað fisk­veiðar við Bret­land öld­um sam­an. Mark­miðið er að vísa til sögu­legr­ar veiðireynslu í þess­um efn­um. Bresk stjórn­völd hafa lýst því yfir að þau ætli að end­ur­heimta meðal ann­ars yf­ir­stjórn sína á eig­in sjáv­ar­út­vegs­mál­um sem til þessa hef­ur verið í hönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Dansk­ir emb­ætt­is­menn segja að 40% afla þarlendra sjó­manna sé veidd­ur í breskri efnahgaslög­sögu og ef lokað yrði á aðgang þeirra að lög­sög­unni hefði það al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir þá og byggðalög sem byggi á sjáv­ar­út­vegi. Mik­il­vægt sé því að tryggja að samn­ing­ar ná­ist um út­göngu Breta og að þar verði hags­mun­ir danskra sjó­manna tryggðir.

Reiknað er með að önn­ur ríki inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins sem hags­muna hafa að gæta vegna veiða í bresku efna­hagslög­sög­unni muni setja fram sömu kröf­ur en áður hafði Evr­ópuþingið gert slíkt hið sama.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert