Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakar forsvarsmenn Evrópusambandsins, um að ætla sér að hafa áhrif á þingkosningar sem haldnar verða í Bretlandi í næsta mánuði. Segir May hótanirnar um aðdraganda komandi Brexit viðræðna vera settar fram með þetta í huga að því er fréttavefur BBC greinir frá.
Ummælin lét May falla er hún flutti yfirlýsingu fyrir utan forsætisráðherrabústaðinn í Downingstræti. Sagði hún „búrókratana í Brussel“ óska þess helst að samningaviðræður um útgöngu Bretlands úr ESB mistakist.
Vísaði May þar til fréttar í þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine á dögunum um að komið hefði til orðaskipta á milli hennar og Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB.
Orð May hafa hins vegar vakið litla hrifningu hjá þeim Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins og Nicola Sturgeon fyrsta ráðherra skosku stjórnarinnar. Sakaði Corbyn May um að vera í „partíleik með Brexit“ til að vinna þingkosningarnar og Sturgeon sagði „óábyrgt af henni að „eitra“ andrúmsloft gagnvart Evrópusambandinu.