ESB eins og Hótel Kalifornía

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. AFP

Evr­ópu­sam­bandið gæti þurft að borga Bret­um í tengsl­um við út­göngu Bret­lands úr sam­band­inu en ekki öf­ugt. Þetta seg­ir Bor­is Joh­son, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, sam­kvæmt frétt AFP. Seg­ist hann aðspurður telja að gild rök séu fyr­ir því.

For­ystu­menn Evr­ópu­sam­bands­ins hafa ít­rekað sagt að Bret­ar verði að greiða allt að 100 millj­arða evra til sam­bands­ins vilji þeir fá fríversl­un­ar­samn­ing við það. Þessu hafa bresk stjórn­völd harðbeitað og sagt enga skyldu til að greiða slíkt.

Evr­ópu­sam­bandið seg­ir að fjár­mun­irn­ir séu hugsaðir til þess að greiða fyr­ir skuld­bind­ing­ar sem Bret­ar hafi tekið sér á hend­ur á næstu árum sem aðild­ar­ríki sam­bands­ins. Bret­ar segja á móti að við út­göngu þeirra falli slík­ar skuld­bind­ing­ar niður.

Bresk stjórn­völd hafa bent á að hvergi sé minnst á slík­ar greiðslur í ákvæði Lissa­bon-sátt­mál­ans, æðstu lög­gjaf­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, um út­göngu ríkja. Þá eigi Bret­ar hlut­deild í ýms­um eign­um sam­bands­ins sem þeir eigi rétt á að fá til baka.

John­son vís­ar til þess­ara eigna. Evr­ópu­sam­bandið er að hans sögn að reyna að blóðmjólka Breta með kröf­um sín­um. Bret­land gæti hins veg­ar hæg­lega sagt skilið við sam­bandið án þess að samn­ing­ur lægi fyr­ir og án þess að inna slík­ar greiðslur af hendi.

Sak­ar ut­an­rík­is­ráðherr­ann Evr­ópu­sam­bandið um að líta svo á að sam­bandið sé eins og Hót­el Kali­forn­ía. Vís­ar hann þar til texta sam­nefnds dæg­ur­lags með banda­rísku hljóm­sveit­inni The Eag­les þar sem seg­ir að hægt sé að skrá sig á hót­elið en aldrei yf­ir­gefa það. John­son seg­ir sam­bandið hafa rangt fyr­ir sér í þeim efn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka