Bretar munu yfirgefa innri markaðinn

Michel Barnier og David Davis í Brussel í dag.
Michel Barnier og David Davis í Brussel í dag. AFP

Bret­land mun yf­ir­gefa innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins sem og tolla­banda­lag þess þegar landið seg­ir skilið við sam­bandið. Þetta kom fram á blaðamanna­fundi í Brus­sel, höfuðborg Belg­íu, í dag að lokn­um fyrsta fomr­lega viðræðufund­in­um um út­göngu Breta úr sam­band­inu. Fjallað er um málið á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph.

Fram kem­ur í frétt­inni að þetta hafi verið áréttað bæði af breska ráðherr­an­um Dav­id Dav­is, sem fer með mál sem snúa að út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu í bresku rík­is­stjórn­inni, og Michel Barnier, aðal­samn­inga­manni sam­bands­ins.

Vanga­velt­ur hafa verið uppi í kjöl­far þing­kosn­ing­anna í Bretlandi á dög­un­um um að bresk stjórn­völd myndu hugs­an­lega hverfa frá áform­um sín­um um að segja skilið við innri markaðinn og tolla­banda­lagið eft­ir að Íhalds­flokk­ur Th­eresu May, for­sæt­is­ráðherra Breta, missti þing­meiri­hluta sinn.

Kallað hef­ur verið eft­ir slíkri end­ur­skoðun af ýms­um áhrifa­mönn­um í bresk­um stjórn­völd­um sem styðja áfram­hald­andi veru í Evr­ópu­sam­band­inu. Hef­ur verið vísað til Nor­egs og Íslands í því sam­bandi sem eru hluti af innri markaði sam­bands­ins í gegn­um EES-samn­ing­inn.

Yf­ir­lýs­ing Dav­is og Barniers er hins veg­ar sögð staðfesta að ekki verði gef­inn af­slátt­ur af þeim áform­um að segja skilið við bæði innri markaðinn og tolla­banda­lagið. Dav­is sagði að Bret­land myndi sækj­ast eft­ir fríversl­un­ar­samn­ingi við Evr­ópu­sam­bandið og tolla­samn­ingi.

„Við verðum að færa aft­ur til Bret­lands völd­in yfir laga­setn­ingu okk­ar og stjórn landa­mæra okk­ar og því mun­um við yf­ir­gefa innri markaðinn,“ sagði Dav­is og vísaði þar til upp­töku EES-ríkja á lög­gjöf frá Evr­ópu­sam­band­inu og frjáls flæðis fólks inn­an EES.

„Við mun­um að sama skapi yf­ir­gefa tolla­banda­lagið. Það er eina leiðin til þess að við get­um þróað fríversl­un­ar­fyr­ir­komu­lag við aðra hluta heims­ins sem skipt­ir Bret­land miklu.“ Barnier bætti við: „Bret­land mun yf­ir­gefa Evr­ópu­sam­bandið, innri markaðinn og tolla­banda­lagið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert