Segir ofbeldisfull mótmæli óviðunandi

Angela Merkel.
Angela Merkel. AFP

Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að ofbeldið í tengslum við G20-leiðtogafundinn, sem fram fer í Hamborg um helgina, sé óviðunandi. 

Merkel kvaðst skilja friðsæl mótmæli en sagði mótmæli þar sem „líf fólks væri í hættu og líf mótmælendanna væri í hættu væru óviðunandi.“

159 lögregluþjónar hafa slasast í átökum síðustu daga milli mótmælenda og lögreglu en 59 mótmælendur hafa verið handteknir. Lögreglan í Hamborg hefur óskað eftir liðsauka vegna átakanna.

Frá mótmælum í Hamborg.
Frá mótmælum í Hamborg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert