Úrkomumet fallið í Bandaríkjunum

Bandaríska veðurstofan segir að nýtt úrkomumet hafi fallið í dag á meginlandi Bandaríkjanna í kjölfar fellibylsins Harvey, sem skall á Texas fyrir fjórum sólarhringum.

Úrkomumælir í úthverfi austan við Houston sýndi að 1.298 millímetrar höfðu fallið í dag, en fyrra metið voru 1.219 millímetrar sem féllu árið 1978 í fellibylnum Ameliu. 

AFP

„Þetta er mesta óveður sem skollið hefur á frá upphafi mælinga í Bandaríkjunum, fyrir utan á Havaí,“ segir John Nielsen-Gammon, veðurfræðingur í Texas. „Og það rignir enn.“

Fregn­ir herma að ellefu dauðsföll hafi verið staðfest vegna felli­byls­ins Har­vey, sem hef­ur ekki sungið sitt síðasta. Gíf­ur­legt eigna­tjón hef­ur orðið í rík­inu vegna gíf­ur­legra flóða sem or­sak­ast af úr­kom­unni.

AFP

Forsetinn heimsótti hamfarasvæðin í dag

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti og Melania Trump forsetafrú heimsóttu í dag ham­fara­svæðin í Texas. 

„Banda­rík­in eru ein fjöl­skylda,“ sagði Trump í gær, í til­efni þess­ara at­b­urða. AFP seg­ir að hon­um sé mikið í mun að koma fram sem sam­ein­ing­ar­tákn í þess­um fyrstu nátt­úru­ham­förum sem orðið hafa í Banda­ríkj­un­um síðan hann tók við embætti. 

Hann hef­ur lofað því að stjórn­völd muni hjálpa Texasbú­um að glíma við eftir­köst Har­vey, enda sé mik­il vinna fram und­an.

AFP

Har­vey hef­ur ekki sagt sitt síðasta. Þó að miðja storms­ins sé nú rétt úti fyr­ir strönd­um Texas-rík­is hef­ur neyðarástandi verið lýst yfir í ná­granna­rík­inu Louisi­ana. Þar er bú­ist við gíf­ur­legri ofan­komu.

Þúsundir borgara hafa verið fluttir í skjól vegna veðursins.

Björgunarbátur ferjar fólk í Houston.
Björgunarbátur ferjar fólk í Houston. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert