Útgöngubann í Houston

Yfirvöld í Houston í Texas hafa lýst yfir útgöngubanni í borginni í nótt en stór hluti borgarinnar er undir vatni eftir úrkomu síðustu daga. Borgarstjórinn í Houston, Sylvester Turner, segir að nauðsynlegt hafi þótt að lýsa yfir útgöngubanni vegna gripdeilda í borginni.

Yfir 20 eru látnir frá því að fellibylurinn Harvey gekk á land um síðustu helgi og fjölmörg hús eru ónýt. 

Í gær heimsótti forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, Texas og eftir að hafa skoðað skemmdirnar sagði hann storminn stórbrotinn.

Útgöngubannið gildir frá miðnætti til klukkan 5 að morgni að staðartíma. Það þýðir að útgöngubannið tók gildi klukkan 5 í morgun að íslenskum tíma og gildir til klukkan 20. Undanþága frá banninu gildir um þá sem starfa við björgunarstörf, slökkviliðsmenn og bráðaliða sem og þá sem þurfa að komast til og frá vinnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka