Vilja kjósa á ný um Brexit

Bretar sem vilja áfram vera í ESB flykktust út á …
Bretar sem vilja áfram vera í ESB flykktust út á götur Lundúna í dag. AFP

Tugþúsund­ir mót­mæl­enda streymdu út á göt­ur Lund­úna í dag og kröfðust þess að kosið yrðu um út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu í annað sinn.

Fólkið sem mót­mælti er á móti því að Bret­ar yf­ir­gefi ESB. Það gekk fylktu liði í átt að þing­hús­inu í dag þegar tvö ár eru liðin frá því að Brex­it-kosn­ing­in svo­kallaða fór fram. Krefjast mót­mæl­end­ur þess að „fólkið fái að kjósa“ um loka slita­samn­ing­inn sem Th­eresa May for­sæt­is­ráðherra mun kynna fyr­ir ráðamönn­um í ESB. 

„Ég var tár­vot þegar þjóðar­at­kvæðagreiðslan fór fram því að það leit út fyr­ir að framtíðin væri frek­ar slæm,“ seg­ir Chaira Lidu­ori, fer­tug­ur Ítali sem býr í London. „Brex­it er hræðilegt ekki aðeins af því að við vilj­um halda hlut­un­um eins og þeir eru held­ur af því að það er mik­il­vægt að vera inn­an [sam­bands­ins] til að ná fram breyt­ing­um.“

Fylk­ing­in fór m.a. fram hjá bú­stað for­sæt­is­ráðherr­ans í Down­ing-stræti og var þá baulað mikið. Mót­mæla­gang­an endaði svo við þing­húsið þar sem and­stæðing­ar Brex­it héldu ræður.

„Ég er evr­ópsk­ur borg­ari,“ stóð á skilt­um sem fólkið bar. „Ég elska ESB“ stóð á öðrum. 

Em­ily Hill, sem tók þátt í göng­unni, seg­ir að fólk eigi að fá að kjósa um þann loka­samn­ing sem Brex­it mun fela í sér. Hún seg­ist telja að meiri­hluti sé fyr­ir því að halda Bretlandi inn­an ESB. 

Tugþúsundir tóku þátt í kröfugöngunni.
Tugþúsund­ir tóku þátt í kröfu­göng­unni. AFP

Blaðamaður­inn William Diaz seg­ir að Brex­it hafi valdið sundr­ung og spennu í sam­fé­lag­inu. 

Um tveir þriðju hlut­ar Breta telja þjóðina eiga að hafa loka orðið um Brex­it-sam­komu­lagið sam­kvæmt könn­un­um sem birt­ar voru í vik­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert