Boris Johnson segir af sér

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

Bor­is John­son, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur sagt af sér. Frétta­stof­an Sky grein­ir frá þessu. Af­sögn­in kem­ur í kjöl­far óánægju harðlínu­manna í út­göngu­mál­um með nýja áætl­un stjórn­ar Th­eresu May um hvernig sam­skipt­um Evr­ópu­sam­bands­ins og Breta skuli háttað eft­ir út­göng­una. Í gær sagði Dav­id Dav­is, ráðherra út­göngu úr Evr­ópu­sam­band­inu, af sér.

Í yf­ir­lýs­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu seg­ir að for­sæt­is­ráðherr­ann hafi tekið við upp­sagn­ar­bréfi Bor­is John­son­ar í dag. „Arftaki hans verður kynnt­ur inn­an skamms. For­sæt­is­ráðherr­ann þakk­ar Bor­is fyr­ir störf sín.“

Th­eresa May for­sæt­is­ráðherra ávarpaði þingið klukk­an hálfþrjú í dag til að greina frá út­göngu­stefnu stjórn­ar­inn­ar, sem ráðherr­arn­ir 26 í rík­is­stjórn henn­ar komu sér sam­an um fyr­ir helgi.

May sagði eft­ir fund­inn að rík­is­stjórn­in muni leit­ast eft­ir því að gera fríversl­un­ar­samn­ing við Evr­ópu­sam­bandið á sviði iðnaðar- og land­búnaðarfram­leiðslu og styddi auk þess sam­eig­in­legt tolla­svæði. Hið síðar­nefnda verður þó að telj­ast lang­sótt í ljósi þess að Bret­ar munu einnig leit­ast eft­ir því að geta samið um eig­in tolla við ut­anaðkom­andi ríki. 

Enn veikist May

Staða Th­eresu May sem for­sæt­is­ráðherra þótti veik fyr­ir og ljóst er að ekki er hún betri nú. Íhalds­flokk­ur­inn hef­ur ekki meiri­hluta á breska þing­inu held­ur reiðir sig á tíu þing­menn Norður-írska sam­bands­flokks­ins (DUP), íhalds­flokks sem vill úr ESB. Þá glím­ir hún við harðlínu­menn í eig­in flokki, sem vilja út úr tolla­banda­lagi Evr­ópu­sam­bands­ins, und­an Evr­ópu­dóm­stóln­um og hugn­ast ekki frjálst flæði fólks milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Bret­lands.

Laura Ku­enss­berg, þing­frétta­rit­ari BBC, seg­ir af­sögn hans hafa snúið „vand­ræðal­egu og erfiðu ástandi fyr­ir for­sæt­is­ráðherr­ann í mögu­lega alls­herj­ar­krísu“.

Bor­is hef­ur lengi verið nefnd­ur sem mögu­legt for­manns­efni Íhalds­manna Marg­ir bjugg­ust við því að hann gæfi kost á sér í embættið þegar kosið var um arf­taka Dav­id Ca­meron, sem sagði af sér eft­ir að 51,9% Breta höfðu kosið að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu. Bor­is ákvað hins veg­ar að gefa ekki kost á sér og úr varð að Th­eresa May, fyrr­um stuðnings­maður áfram­hald­andi aðild­ar (e. remainer) tók við for­mennsku og for­sæt­is­ráðherra­stöðunni.

Á vef Guar­di­an er því velt upp hvort Bor­is muni leggja fram vantraut­stil­lögu gegn May. Talið er ólík­legt að hann hefði bet­ur í slíkri bar­áttu. Aðeins 129 þing­menn Íhalds­flokks­ins kusu með út­göng­unni úr sam­band­inu, rétt rúm 40 pró­sent, og marg­ir þeirra hafa efa­semd­ir um þá sýn sem Bor­is John­son hef­ur á út­göng­una, „hart Brex­it“, sem rík­is­stjórn­ar­liðar höfnuðu á fund­in­um af­drifa­ríka fyr­ir helgi.

Brex­it hverf­ur ekki með stjórn­mála­mönn­um

Á fjöl­miðlafundi í gær sagði fjöl­miðlafull­trúi fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, Marga­rit­is Schinas, að af­sögn Dav­is hefði eng­in áhrif á viðræður Breta og Evr­ópu­sam­bands­ins. „Ekki hjá okk­ur. Við erum hér við vinnu.“

Þrátt fyr­ir slík­ar yf­ir­lýs­ing­ar verður að telj­ast hæpið að slík stóla­skipti setji ekki strik í reikn­ing­inn í viðræðunum, sér­stak­lega nú þegar Bor­is John­son er horf­inn á braut. 263 dag­ar eru þar til Bret­ar ganga úr sam­band­inu, 29. mars 2019, og sam­kvæmt áætl­un­um breskra og evr­ópskra stjórn­valda á sam­komu­lag um út­göng­una að liggja fyr­ir í októ­ber.

Don­ald Tusk, for­seti leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði á Twitter að stjórn­mála­menn komi og fari. Vanda­mál­in sem þeir skapa fari þó verði þó um kj­urrt. Hann sagðist aðeins sakna þess að hug­mynd­in um Brex­it hafi ekki horfið með þeim. „Eða hvað?“ seg­ir for­set­inn að lok­um, en hann hef­ur áður lýst því yfir að hann kveðji Breta með söknuði.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert