Jeremy Hunt, heilbrigðisráðherra Breta, mun taka við af Boris Johnson sem utanríkisráðherra landsins. Johnson sagði af sér fyrr í dag.
Skrifstofa forsætisráðherrans greindi frá þessu nú í kvöld en Johnson sagði starfi sínu lausu vegna ágreinings um nýja áætlun Theresu May forsætisráðherra um hvernig útgöngunni úr Evrópusambandinu skuli háttað.
Johnson sagði að „draumurinn um Brexit væri að deyja“. Johnson og David Davis, ráðherra útgöngu úr Evrópusambandinu, hafa báðir sagt af sér eftir að May greindi frá áætlun um hvernig samskiptum ESB og Breta skuli háttað eftir útgönguna.