Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segir að tillögur Breta um milliríkjaviðskipti milli þeirra og ríkja ESB eftir að Bretland gengur úr sambandinu „muni ekki ganga upp“.
Eftir tveggja daga viðræður í austurrísku borginni Salsburg sagði Tusk við blaðamenn að leiðtogar ESB telji að hinn svokallaði Chequers-samningur Breta um útgöngu þeirra úr sambandinu, myndi grafa undan hinum sameiginlega markaði ESB.
Bretland gengur út úr ESB 29. mars 2019 en ekki hefur náðst samkomulag um hvernig staðið verður að milliríkjaviðskiptum milli Bretlands og ríkja ESB.
Tusk sagði að andrúmsloftið í viðræðunum á milli May og hinna 27 leiðtoganna hefði verið betra en áður en að ágreiningur væri enn mikill varðandi viðskipti og írsku landamærin.
European Council President Donald Tusk says EU leaders agree Theresa May's Chequers plan for #Brexit "will not work" because "it risks undermining the single market" https://t.co/UpHoAK94GG pic.twitter.com/H5FPZPUNN9
— BBC Breaking News (@BBCBreaking) September 20, 2018