Merkel tekur Brexit-samningnum fagnandi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, tek­ur drög­un­um að Brex­it-samn­ingn­um fagn­andi en var­ar við því að ef breska þingið neiti að samþykkja samn­ing­inn, sem allt bend­ir til, geti það leitt til verstu mögu­legu niður­stöðu, það er út­göngu Breta úr ESB án samn­ings.

„Ég er mjög ánægð með, að eft­ir lang­ar og oft og tíðum erfiðar samn­ingaviðræður, er kom­inn samn­ing­ur sem hægt er að samþykkja,“ sagði Merkel þegar hún ræddi við fjöl­miðla að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í Pots­dam í dag.

Merkel von­ast til þess að samn­ings­drög­in séu góður grunn­ur sem hægt verði að byggja út­göngu Breta úr ESB á.

Samn­ing­ur­inn var samþykkt­ur af bresku rík­is­stjórn­inni í gær og er til umræðu á þing­inu í dag. Til stend­ur að af­greiða samn­ing­inn á fundi leiðtogaráðs ESB 25. nóv­em­ber. Ef það geng­ur eft­ir mun breska þingið greiða at­kvæði um samn­ing­inn í des­em­ber. Að öllu óbreyttu munu Bret­ar ganga form­lega úr Evr­ópu­sam­band­inu 29. mars á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka