Drög að pólitískri yfirlýsingu samþykkt

Til stendur að leiðtogar aðildarríkja ESB undirriti pólitíska yfirlýsingu um …
Til stendur að leiðtogar aðildarríkja ESB undirriti pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsam­band Bret­lands og ESB eftir Brexit á sunnudag. AFP

Evrópusambandið og bresk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi um drög að póli­tískri yf­ir­lýs­ingu þar sem framtíðarsam­band Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins eft­ir út­göngu Breta úr sam­band­inu er út­listað. 

Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn ESB segir að í yfirlýsingunni sé að finna drög að því hvernig viðskiptasamningi Breta við ESB verði háttað eftir að útganga, ásamt öryggismálum, hafi verið samþykkt í meginatriðum.

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, segir í færslu á Twitter að leiðtogar allra 27 aðildarríkjanna hafi fengið yfirlýsinguna senda til yfirferðar.

May mun flytja „neyðaryfirlýsingu“ á þinginu

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa þingmenn á breska þinginu síðar í dag og flytja þar „neyðaryfirlýsingu,“ að því er fram kemur á Twitter-aðgangi neðri deild breska þingsins. 

Til stendur að leiðtogar aðildarríkjanna undirriti yfirlýsinguna á sunnudag. Gangi það eftir verður Brexit-samningurinn að fara í gegnum breska þingið, en eins og staðan er núna nýtur hann ekki stuðnings meirihluta þingmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert