Evrópusambandið og bresk stjórnvöld hafa komist að samkomulagi um drög að pólitískri yfirlýsingu þar sem framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu Breta úr sambandinu er útlistað.
Í tilkynningu frá framkvæmdastjórn ESB segir að í yfirlýsingunni sé að finna drög að því hvernig viðskiptasamningi Breta við ESB verði háttað eftir að útganga, ásamt öryggismálum, hafi verið samþykkt í meginatriðum.
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, segir í færslu á Twitter að leiðtogar allra 27 aðildarríkjanna hafi fengið yfirlýsinguna senda til yfirferðar.
I have just sent to EU27 a draft Political Declaration on the Future Relationship between EU and UK. The Commission President has informed me that it has been agreed at negotiators’ level and agreed in principle at political level, subject to the endorsement of the Leaders.
— Donald Tusk (@eucopresident) November 22, 2018
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun ávarpa þingmenn á breska þinginu síðar í dag og flytja þar „neyðaryfirlýsingu,“ að því er fram kemur á Twitter-aðgangi neðri deild breska þingsins.
.@CommonsLeader has just announced the the Prime Minister will make an emergency statement to the Commons later today.
— UK House of Commons (@HouseofCommons) November 22, 2018
Til stendur að leiðtogar aðildarríkjanna undirriti yfirlýsinguna á sunnudag. Gangi það eftir verður Brexit-samningurinn að fara í gegnum breska þingið, en eins og staðan er núna nýtur hann ekki stuðnings meirihluta þingmanna.