Mikil tækifæri fólgin í Brexit

Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, virðist hafa snúið við blaðinu þegar …
Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, virðist hafa snúið við blaðinu þegar kemur að fyrirhugaðri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og sér nú mikil tækifæri í útgöngunni. AFP

Bretland gæti leitt heiminn inn í nýja tíma lýðræðis og fríverslunar í kjölfar fyrirhugaðrar útgöngu landsins úr Evrópusambandinu (Brexit). Þetta sagði Mark Carney, seðlabankastjóri Englandsbanka, meðal annars í ræðu sem hann flutti í gær á ráðstefnu um efnahagsmál sem skipulögð var af breska viðskiptablaðinu Financial Times.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að ummælin þyki fela í sér kúvendingu hjá Carney sem undanfarin þrjú ár þykir hafa fundið útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu flest til foráttu. Hefur hann fyrir vikið reglulega verið sakaður um að reka hræðsluáróður gegn útgöngu landsins úr sambandinu.

Rifjað er upp í umfjöllun blaðsins að margar spár Carneys, bæði fyrir og eftir að meirihluti breskra kjósenda samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2016 að yfirgefa Evrópusambandið, um þróun efnahagsmála í Bretland hafi ekki gengið eftir og þróunin um margt verið mun jákvæðari en Englandsbanki hafi gert ráð fyrir.

mbl.is/Gunnlaugur

Seðlabankastjórinn sagði enn fremur í ræðu sinni í gær að sú bylting gegn ráðandi öflum sem útgangan úr Evrópusambandinu fæli í sér gæti nýst Bretlandi sem stökkpallur til þess að stuðla að aukinni samvinnu í alþjóðakerfinu, ábyrgð og velmegun. Kerfið væri í dag gallað í grundvallaratriðum. Þar væri skortur á jafnræði, lýðræði og trausti.

Carney sagði útgöngu Bretlands geta mögulega tekið á þessum göllum og skapað tækifæri til þess að skapa nýtt fyrirkomulag þegar kæmi að stjórn alþjóðamála. Mögulegt yrði að skapa nýja gerð alþjóðlegrar samvinnu og milliríkjaviðskipta með aukinni fríverslun og betra jafnvægi væri á milli yfirþjóðlegs valds og valds þjóðríkjanna.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert