May víkur þegar Brexit-samningurinn er í höfn

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands og leiðtogi Íhalds­flokks­ins, hyggst segja af sér embætti þegar breska þingið hef­ur samþykkt út­göngu­samn­ing Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins um Brex­it. 

Frá þessu greindi hún á fundi með þing­flokki Íhalds­flokks­ins síðdeg­is. Ákvörðun­ina tek­ur hún til að greiða fyr­ir stuðningi inn­an Íhalds­flokks­ins við Brex­it-samn­ing­inn, sem hef­ur tví­veg­is verið kol­felld­ur á þing­inu. 

May seg­ist vera til­bú­in að láta af störf­um fyrr en áætlað var þar sem það sé hið rétta í stöðunni, bæði fyr­ir bresku þjóðina og Íhalds­flokk­inn. 

„Ég skynja mæta­vel stemn­ing­una í þing­flokkn­um. Ég veit að þing­menn hafa óskað eft­ir nýrri nálg­un - og nýj­um leiðtoga - í öðrum hluta Brex­it-viðræðna og ég mun ekki standa í vegi fyr­ir því,“ seg­ir May. 

May ætl­ar að halda ótrauð áfram og leggja samn­ing­inn fyr­ir þingið í þriðja skipti, þrátt fyr­ir að John Bercow, for­seti þings­ins, seg­ir það ekki sam­ræm­ast þingsköp­um. 

Hér má fylgj­ast með beinni lýs­ingu Breska rík­is­út­varps­ins á því sem fram fer á breska þing­inu í kvöld, en til stend­ur að greiða at­kvæði um átta mögu­leg­ar leiðir til að finna lausn á fyr­ir­hugaðri út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Upp­haf­lega stóð til að Bret­ar segðu skilið við ESB á föstu­dag, 29. mars, en leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ins hafa samþykkt áætl­un um að fresta Brex­it. Meðal til­lagna sem greidd verða at­kvæði um í kvöld er að Bret­land gangi úr ESB 12. apríl næst­kom­andi án samn­ings. Í ann­arri felst að draga til baka 50. grein Lissa­bon-sátt­mál­ans sem fel­ur í sér ótíma­bundna frest­un á Brex­it. 

Enn önn­ur til­lag­an felst svo í að samþykkja Brex­it-samn­ing May og leggja hann í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Mögu­leik­arn­ir eru því fjöl­breytt­ir og mun fram­hald Brex­it skýr­ast að ein­hverju leyti í kvöld. 

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert