Breskir þingmenn greiddu í kvöld atkvæði gegn fjórum tillögum um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Atkvæðagreiðslan var ekki bindandi fyrir ríkisstjórnina.
Samningi Thereseu May, forsætisráðherra Bretlands, við ESB hefur tvívegis verið hafnað með naumum meirihluta á þinginu.
May hefur núna tíma til 12. apríl til að annaðhvort óska eftir lengri fresti fyrir Brexit með það fyrir augum að útbúa nýja útgönguáætlun eða að yfirgefa ESB án samkomulags.
For a second time, none of MPs' proposed #Brexit options wins clear backing in Commons #indicativevotes2
— BBC Breaking News (@BBCBreaking) April 1, 2019
Reaction & analysis: https://t.co/PZ6GXTwXdZ
Nick Boles, þingmaður íhaldsmanna sem hafði lagt fram tillögu um náin tengsl við ESB að loknu Brexit, tilkynnti eftir atkvæðagreiðsluna að hann ætlaði að yfirgefa flokkinn.
„Ég hef gefið allt sem ég hef átt í tilraun minni til að ná sáttum,“ sagði hann og kvaðst viðurkenna að honum hefði mistekist. „Mér hefur aðallega mistekist vegna þess að flokkurinn minn neitar að samþykkja málamiðlanir.“