May lætur af embætti 7. júní

Mjög hef­ur verið þrýst á May að segja af sér …
Mjög hef­ur verið þrýst á May að segja af sér vegna bak­slags í henn­ar eig­in flokki þegar kem­ur að út­göngu úr Evr­ópu­sam­band­inu. AFP

Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur til­kynnt að hún muni láta af embætti 7. júní næst­kom­andi. May hef­ur verið und­ir mik­illi pressu und­an­farna mánuði vegna þess að henni hef­ur ekki tek­ist að fá samn­ing um út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu samþykkt­an.

May til­kynnti af­sögn sína utan við Down­ingstræti 10 fyr­ir skemmstu. Sagði hún það hafa verið mesta heiður að fá að vera önn­ur kon­an til þess að gegna embætti for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. Rödd henn­ar brast þegar hún sagðist ekki láta af embætt­inu í illu, held­ur væri hún æv­in­lega þakk­lát fyr­ir tæki­færið til að þjóna land­inu sem hún elsk­ar.

Í ræðu sinni taldi May upp þann ár­ang­ur sem rík­is­stjórn henn­ar hef­ur náð og nefndi meðal ann­ars viðsnún­ing á halla­rekstri rík­is­ins, átak gegn at­vinnu­leysi og aukið fjár­magn til heil­brigðis­kerf­is­ins.

Hún viður­kenndi þó að hún muni alltaf sjá eft­ir að hafa ekki siglt Brex­it í höfn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka