„Svona er að upplifa tortímingu“

Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á þingi Evrópusambandsins.
Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á þingi Evrópusambandsins. mbl.is/Rósa Braga

„Þannig að svona er að upp­lifa tor­tím­ingu,“ seg­ir Daniel Hann­an, þingmaður breska Íhalds­flokks­ins á þingi Evr­ópu­sam­bands­ins, í grein á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph í dag þar sem hann spá­ir því að flokk­ur hans fái enga þing­menn kjörna í kosn­ing­um til þings­ins sem fram fóru á fimmtu­dag­inn.

Bresk­ir íhalds­menn hafa í dag 18 þing­menn á þingi Evr­ópu­sam­bands­ins sem þeir fengu kjörna í kosn­ing­um 2014. „Ég vil ekki vera of bráður á mér, við mun­um ekki fá að vita niður­stöður kosn­ing­anna fyrr en snemma á mánu­dags­morg­un­inn. En ég get sagt ykk­ur núna að Íhalds­flokk­ur­inn hef­ur verið útmáður,“ seg­ir Hann­an.

Þingmaður­inn seg­ist þannig ekki eiga von á að halda þing­sæti sínu fyr­ir suðvest­ur­hluta Bret­lands, en hann hef­ur af stjórn­mála­skýrend­um verið tal­inn hvað lík­leg­ast­ur til þess. Hann­an seg­ir að hafi hann misst sæti sitt þá megi gera ráð fyr­ir því að það sama eigi við um alla þing­menn Íhalds­flokks­ins á þingi Evr­ópu­sam­bands­ins.

Óánægja með að Bret­ar séu enn í ESB

Hann­an seg­ist aðallega byggja mat sitt á eig­in upp­lif­un í kosn­inga­bar­átt­unni. Skoðanakann­an­ir hafa hins veg­ar bent til þess að flokk­ur­inn fengið harða út­reið í kosn­ing­un­um á sama tíma og Brex­it­flokk­ur­inn, sem legg­ur áherslu á að Bret­land segi að fullu skilið við Evr­ópu­sam­bandið, bæti miklu fylgi við sig.

Til stóð að Bret­ar væru farn­ir úr Evr­ópu­sam­band­inu áður en kosn­ing­arn­ar færu fram og myndu því ekki taka þátt í þeim. Hins veg­ar hef­ur út­göng­unni, sem átti að eiga sér stað 29. mars, verið frestað þar til 31. októ­ber. Þær kosn­inga­hrak­far­ir sem bú­ist er við að Íhalds­flokk­ur­inn verði fyr­ir eru rakt­ar til óánægju kjós­enda flokks­ins með það hvernig staðið hafi verið að út­göng­unni og að af henni hafi ekki enn orðið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert