Brexit-flokkurinn afgerandi sigurvegari

Nigel Farage, stofnandi og leiðtogi Brexit-flokksins, var að vonum kátur …
Nigel Farage, stofnandi og leiðtogi Brexit-flokksins, var að vonum kátur þegar línur fóru að skýrast í niðurstöðum kosninga til Evrópuþingsins. AFP

Brex­it-flokk­ur­inn vann af­ger­andi kosn­inga­sig­ur í Bretlandi í Evr­ópuþing­kosn­ing­un­um með Nig­el Fara­ge í broddi fylk­ing­ar. Bret­ar fá 73 þing­sæti á Evr­ópuþing­inu og fyr­ir ligg­ur að Brex­it-flokk­ur­inn fær 28 sæti, með 32% greiddra at­kvæða, en taln­ingu er lokið í 10 af 12 kjör­dæm­um í Bretlandi.

Á sama tíma tapa tveir stærstu flokk­arn­ir á breska þing­inu fjölda þing­sæta á Evr­ópuþing­inu. Íhalds­flokk­ur­inn fær þrjú sæti og er fimmti stærsti flokk­ur­inn og Verka­manna­flokk­ur­inn fær 10 þing­sæti.

Frjáls­lynd­ir demó­krat­ar og Græn­ingj­ar áttu góðu gengi að fagna í kosn­ing­un­um, sá fyrr­nefndi með 15 þing­menn og síðar­nefndi með sjö. „Hvert at­kvæði til Frjáls­lyndra demó­krata er at­kvæði til að stöðva Brex­it,“ seg­ir Jo Sw­inson, leiðtogi flokks­ins. 

Fái sæti við samn­inga­borðið um Brex­it

Fara­ge, sem hef­ur setið á Evr­ópuþing­inu fyr­ir Breta í 20 ár, lengst af fyr­ir UKIP, fer fram á að Brex­it-flokk­ur­inn fái sæti við samn­inga­borðið um út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu. Vís­ar Fara­ge til þess að í flokkn­um sé fjöldi fólks sem hef­ur reynslu af álíka viðræðum.

Af nægu er að taka hjá hinum unga Brex­it-flokki sem und­ir­býr sig nú fyr­ir þing­kosn­ing­ar í Bretlandi. Fara­ge full­yrðir að ef Bret­ar verði ekki bún­ir að yf­ir­gefa ESB fyr­ir 31. októ­ber verði úr­slit þing­kosn­ing­anna svipuð fyr­ir Brex­it-flokk­inn og nú um helg­ina.


Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert