Vill að boðað verði til nýs þjóðaratkvæðis

Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins. AFP

Jeremy Cor­byn, leiðtogi breska Verka­manna­flokks­ins, hef­ur skorað á næsta for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, að leggja mögu­leg­an samn­ing um út­göngu lands­ins úr Evr­ópu­sam­band­inu eða mögu­lega út­göngu án samn­ings í þjóðar­at­kvæði.

Fram kem­ur á frétta­vef bresku sjón­varps­stöðvar­inn­ar Sky að Cor­byn hafi enn­frem­ur lýst því yfir í bréfi til flokk­manna að komi til slíkr­ar at­kvæðagreiðslu muni Verka­manna­flokk­ur­inn beita sér fyr­ir því að Bret­land verði áfram inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins.

Meiri­hluti breskra kjós­enda greiddi at­kvæði með því í þjóðar­at­kvæði sem fram fór sum­arið 2016 að Bret­land segði skilið við Evr­ópu­sam­bandið og hef­ur síðan verið unnið að því að hrinda niður­stöðunni í fram­kvæmd en ekki hef­ur enn orðið af út­göng­unni.

Leiðtoga­val stend­ur yfir inn­an breska Íhalds­flokks­ins þar sem valið stend­ur á milli Bor­is John­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, og Jeremys Hunt eft­ir­manns hans í embætti. Til­kynnt verður 22. júlí hver sigraði og verður þá nýr for­sæt­is­ráðherra.

Ekk­ert þjóðar­at­kvæði und­ir stjórn Cor­byns?

Cor­byn hef­ur verið harðlega gagn­rýnd­ur inn­an Verka­manna­flokks­ins fyr­ir að taka ekki skýra af­stöðu til nýrr­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Hef­ur mörg­um kjós­end­um þótt stefna flokks­ins gagn­vart fyr­ir­hugaðri út­göngu úr Evr­ópu­sam­band­inu óljós.

Kallaði Cor­byn enn­frem­ur í dag eft­ir því að boðað verði til þing­kosn­inga í land­inu líkt og hann hef­ur gert ít­rekað til þessa. Hins veg­ar kom ekki fram í bréfi Cor­byns hvernig yrði tek­ist á við út­göng­una ef Verka­manna­flokk­ur­inn kæm­ist til valda.

Fram kem­ur í frétt­inni að við þær aðstæður kynni Verka­manna­flokk­ur­inn að semja við Evr­ópu­sam­bandið um eig­in út­göngu­samn­ing og hann samþykkt­ur án þess til þess kæmi að hann yrði lagður í dóm kjós­enda í þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert