Efnahagskreppa sem varir í eitt ár mun skella á í Bretlandi fari svo að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án útgöngusamnings. Þetta kemur fram í opinberri efnahagsspá bresku stjórnarinnar sem birt var í dag.
„Árslöng efnahagskreppa mun hefjast í Bretlandi á fjórða ársfjórðungi 2019 yfirgefi Bretland blokkina 31. október án samnings, með engri Brexit-aðlögun,“ sagði í skýrslunni sem gefin er út af stofnun sem hefur yfirumsjón með fjárhagsáætlun stjórnvalda.