Boris Johnson næsti forsætisráðherra

Boris Johnson, næsti forsætisráðherra Bretlands, flytur ræðu eftir að tilkynnt …
Boris Johnson, næsti forsætisráðherra Bretlands, flytur ræðu eftir að tilkynnt var að hann hefði verið kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins. AFP

Sig­ur­veg­ari leiðtoga­kjörs­ins í breska Íhalds­flokkn­um er Bor­is John­son, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands og borg­ar­stjóri London. John­son verður þar með næsti for­sæt­is­ráðherra lands­ins og tek­ur við af Th­eresu May sem gegnt hef­ur embætt­inu frá því sum­arið 2016.

Fjöldi þeirra sem voru á kjör­skrá í leiðtoga­kjör­inu var rúm­lega 159 þúsund manns og var kosn­ingaþátt­tak­an mik­il eða 87,4%. John­son hlaut um 66% at­kvæða en mót­herji hans, Jeremy Hunt ut­an­rík­is­ráðherra, þriðjung. Niðurstaðan er á hliðstæðum nót­um og bú­ist var við en skoðanakann­an­ir höfðu bent til yf­ir­burðasig­urs John­sons.

Eft­ir að úr­slit­in höfðu verið til­kynnt hélt John­son ræðu þar sem hann þakkaði Hunt fyr­ir drengi­lega kosn­inga­bar­áttu. Enn frem­ur þakkaði hann May fyr­ir þjón­ustu henn­ar við Íhalds­flokk­inn og Bret­land. Nú þegar leiðtoga­kjör­inu væri lokið væri kom­inn tími til þess að taka til hend­inni.

Skrifstofa forsætisráðherra Bretlands í Downingstræti 10 í London.
Skrif­stofa for­sæt­is­ráðherra Bret­lands í Down­ingstræti 10 í London. AFP

Stóra verk­efni John­sons fram und­an er að fram­kvæma þá ákvörðun sem meiri­hluti breskra kjós­enda tók í þjóðar­at­kvæðagreiðslu fyr­ir þrem­ur árum að Bret­land skuli ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu. Hef­ur John­son lýst því yfir að það verði gert í síðasta lagi 31. októ­ber hvort sem samið hafi verið sér­stak­lega um það eða ekki.

Mark­mið John­sons er engu að síður að freista þess að landa sam­komu­lagi við Evr­ópu­sam­bandið um fyr­ir­komu­lag út­göngu Bret­lands úr sam­band­inu og fríversl­un til framtíðar. Tak­ist það hins veg­ar ekki fyr­ir lok októ­ber hef­ur hann ít­rekað hafnað því að úti­loka að þá verði Evr­ópu­sam­bandið yf­ir­gefið án slíks samn­ings.

Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, varð undir í leiðtogakjörinu í Íhaldsflokknum.
Jeremy Hunt, ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, varð und­ir í leiðtoga­kjör­inu í Íhalds­flokkn­um. AFP

Talið er lík­legt að ýms­ir ráðherr­ar í rík­is­stjórn May muni segja af sér í kjöl­farið en Phil­ip Hammond fjár­málaráðherra til­kynnti á sunnu­dag­inn að hann myndi segja af sér ef John­son sigraði leiðtoga­kjörið. Sagðist hann aðspurður ekki gera ráð fyr­ir að verða rek­inn úr rík­is­stjórn­inni enda myndi hann segja af sér áður en til þess kæmi.

Þá sagði Alan Duncan af sér embætti sem ráðherra í ut­an­rík­is­ráðuneyti Bret­lands í gær og Anne Milt­on, ráðherra í mennta­málaráðuneyti lands­ins, til­kynnti af­sögn sína í dag ásamt Dav­id Gauke dóms­málaráðherra. Rory Stew­art, sem einnig tók þátt í leiðtoga­kjör­inu á fyrri stig­um þess, hef­ur einnig sagt af sér sem ráðherra þró­un­ar­mála.

Fyr­ir hef­ur legið að John­son ætti eft­ir að gera mikl­ar breyt­ing­ar á rík­is­stjórn­inni og að ýms­ir ráðherr­ar fengju að taka pok­ann sinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert