Yfir milljón undirskriftir

00:00
00:00

Ákvörðun for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Bor­is John­son, um að fresta þing­störf­um hef­ur vakið mikla reiði meðal ým­issa þing­manna og þeirra sem eru á móti út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu án samn­ings. Yfir millj­ón Breta hef­ur skrifað und­ir skjal þar sem þessu er mót­mælt.

Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing hef­ur fall­ist á beiðni rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að senda þingið heim nokkr­um dög­um eft­ir að það kem­ur sam­an eft­ir sum­ar­hlé í næstu viku og þar til stefnuræða stjórn­ar­inn­ar verður flutt á þing­inu 14. októ­ber.

And­stæðing­ar Brex­it án samn­ings segja þetta brot á stjórn­ar­skrá lands­ins og at­lögu að þing­ræðinu þar sem mark­mið John­son væri að koma í veg fyr­ir að þingið gæti samþykkt lög sem hindruðu út­göngu án samn­ings. John­son og stuðnings­menn Brex­it án samn­ings í Íhalds­flokkn­um neita þessu og segja að fimm vik­ur sé al­veg næg­ur tími til þess að ræða Brex­it. 

Sam­kvæmt gild­andi lög­um geng­ur Bret­land úr ESB 31. októ­ber og John­son hef­ur sagt að út­göng­unni verði ekki frestað ef leiðtog­ar sam­bands­ins hafna kröfu hans um breyt­ing­ar á Brex­it-samn­ingi sem þingið hef­ur fellt þris­var. Meiri­hluti neðri deild­ar þings­ins hef­ur hins veg­ar verið and­víg­ur út­göngu án samn­ings. 

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert