Vildi frekar vera dauður úti í skurði

Frá blaðamannafundi Boris Johnson í dag.
Frá blaðamannafundi Boris Johnson í dag. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vildi frekar vera dauður úti í skurði en að óska eftir framlengdum fresti vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. 

Þetta sagði Johnson á blaðamannafundi í dag. Hann hyggst segja af sér embætti ef frestun reynist nauðsynleg.

Johnson er reiðubúinn að yfirgefa Evrópusambandið án samnings, en það er yfirlýst markmið andstæðinga hans í Verkamannaflokknum að koma í veg fyrir slíkt og ekki ólíklegt að þeir nái því í gegn þar sem ríkisstjórn Johnsons hefur tapað meirihluta þingsins.

Forsætisráðherrann hefur boðað til nýrrar atkvæðagreiðslu í breska þinginu þar sem greidd verða atkvæði um að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga, sem hann vill að eigi sér stað 15. október.

„Annaðhvort höldum við áfram áætlun okkar um að ná samningi, yfirgefum sambandið 31. október, eða við leyfum einhverjum öðrum að sjá hvort þeir geta haldið okkur innan þess fram yfir hinn 31.,“ sagði Johnson á blaðamannafundi dagsins.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert