Lét Boris Johnson heyra það

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar. Vel …
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar. Vel fór á með þeim fyrir fundinn í Lúxemborg í dag en eftir hann hætti Johnson við að tala á blaðamannafundi ráðherranna vegna mótmæla. Bettel nýtti tækifærið og lét Johnson heyra það. AFP

„Nú er það und­ir herra John­son komið,“ sagði Xa­vier Bettel, for­sæt­is­ráðherra Lúx­em­borg­ar, á blaðamanna­fundi eft­ir fund hans með Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Jean-Clau­de Juncker, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, Michel Barnier, aðal­samn­inga­manni ESB gagn­vart Bretlandi, í dag þar sem viðræður á milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins um fyr­ir­hugaða út­göngu Breta úr sam­band­inu fóru fram. 

John­son var hins veg­ar hvergi sjá­an­leg­ur á blaðamanna­fund­in­um og stóð eng­inn fyr­ir aft­an ræðupúltið ætlað hon­um. John­son sagði síðar að hann hefði ekki getað gert Bettel að sækja blaðamanna­fund­inn vegna mót­mæl­end­anna. 

 

 

Bettel nýtti hins veg­ar tæki­færið og lét John­son heyra það, á ann­an hátt þó en mót­mæl­end­ur. Sagði hann að John­son bæri ábyrgð á framtíð allra breskra borg­ara. Ekki kæmi til greina að veita Bret­um auk­inn frest til út­göngu nema það þjóniaði sér­stök­um til­gangi. 

John­son sagði eft­ir fund­inn að góðir mögu­leik­ar væru á samn­ingi en leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ins sögðu aft­ur á móti að breski for­sæt­is­ráðherr­ann hefði ekki lagt neitt nýtt fram. 

 

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka