„Nú er það undir herra Johnson komið,“ sagði Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, á blaðamannafundi eftir fund hans með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, Michel Barnier, aðalsamningamanni ESB gagnvart Bretlandi, í dag þar sem viðræður á milli Bretlands og Evrópusambandsins um fyrirhugaða útgöngu Breta úr sambandinu fóru fram.
Johnson var hins vegar hvergi sjáanlegur á blaðamannafundinum og stóð enginn fyrir aftan ræðupúltið ætlað honum. Johnson sagði síðar að hann hefði ekki getað gert Bettel að sækja blaðamannafundinn vegna mótmælendanna.
“I don’t think it would have been fair to the prime minister of Luxembourg"
— BBC Politics (@BBCPolitics) September 16, 2019
Boris Johnson explains why he did not take part in a press conference alongside Luxembourg PM Xavier Bettel saying "there was clearly going to be a lot of noise” from protesters https://t.co/IdVgyC8rBd pic.twitter.com/PcxlmXT2gO
Bettel nýtti hins vegar tækifærið og lét Johnson heyra það, á annan hátt þó en mótmælendur. Sagði hann að Johnson bæri ábyrgð á framtíð allra breskra borgara. Ekki kæmi til greina að veita Bretum aukinn frest til útgöngu nema það þjóniaði sérstökum tilgangi.
Johnson sagði eftir fundinn að góðir möguleikar væru á samningi en leiðtogar Evrópusambandsins sögðu aftur á móti að breski forsætisráðherrann hefði ekki lagt neitt nýtt fram.