Nýr samningur um Brexit í höfn

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir nýjan Brexit-samning í höfn.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir nýjan Brexit-samning í höfn. AFP

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, seg­ir nýj­an samn­ing hafa náðst um Brex­it, út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu, í morg­un. Samn­ing­ur­inn verður bor­inn und­ir breska þingið á laug­ar­dag og hvet­ur John­son ráðherra til að samþykkja hann. 

Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, staðfest­ir að samn­ing­ur sé í höfn og seg­ir hann vilja beggja aðila til að semja hafa skilað sér. Þá seg­ir hann samn­ing­inn sann­gjarn­an og að tekið hafi verið til­lit til óska Bret­lands jafnt sem ESB. Juncker mun hvetja leiðtogaráð Evr­ópu­sam­bands­ins til að taka vel í samn­ing­inn.

Verði samn­ing­ur­inn samþykkt­ur er út­lit fyr­ir að Bretlandi gangi úr ESB um mánaðamót­in, rúm­um þrem­ur árum eft­ir að Bret­ar samþykktu í þjóðar­at­kvæðagreiðslu að ganga úr sam­band­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka