Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir nýjan samning hafa náðst um Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, í morgun. Samningurinn verður borinn undir breska þingið á laugardag og hvetur Johnson ráðherra til að samþykkja hann.
We’ve got a great new deal that takes back control — now Parliament should get Brexit done on Saturday so we can move on to other priorities like the cost of living, the NHS, violent crime and our environment #GetBrexitDone #TakeBackControl
— Boris Johnson (@BorisJohnson) October 17, 2019
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, staðfestir að samningur sé í höfn og segir hann vilja beggja aðila til að semja hafa skilað sér. Þá segir hann samninginn sanngjarnan og að tekið hafi verið tillit til óska Bretlands jafnt sem ESB. Juncker mun hvetja leiðtogaráð Evrópusambandsins til að taka vel í samninginn.
🇪🇺🤝🇬🇧 Where there is a will, there is a #deal - we have one! It’s a fair and balanced agreement for the EU and the UK and it is testament to our commitment to find solutions. I recommend that #EUCO endorses this deal. pic.twitter.com/7AfKyCZ6k9
— Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) October 17, 2019
Verði samningurinn samþykktur er útlit fyrir að Bretlandi gangi úr ESB um mánaðamótin, rúmum þremur árum eftir að Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga úr sambandinu.