Dregur samninginn frekar til baka

AFP

Verði breyt­inga­til­lög­ur við samn­ing rík­is­stjórn­ar Bor­is John­son við Evr­ópu­sam­bandið, um út­göngu Bret­lands úr sam­band­inu, samþykkt­ar í breska þing­inu hyggst for­sæt­is­ráðherr­ann frek­ar hætta við að reyna að koma samn­ingn­um í gegn­um þingið en breyt­ing­arn­ar nái fram að ganga.

Fram kem­ur á frétta­vef breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph að John­son hafi greint hópi þing­manna, sem rek­inn var úr Íhalds­flokki hans í síðasta mánuði fyr­ir að greiða at­kvæði gegn rík­is­stjórn­inni, frá þessu í kvöld. Frek­ar myndi hann fresta út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu og knýja fram þing­kosn­ing­ar.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. AFP

Verka­manna­flokk­ur­inn, stærsti stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur­inn, hef­ur boðað breyt­inga­til­lög­ur þess efn­is að Bret­land verði áfram inn­an tolla­banda­lags Evr­ópu­sam­bands­ins og að haldið verði nýtt þjóðar­at­kvæði um hvort Bret­ar eigi að yf­ir­gefa sam­bandið, þá með samn­ingi for­sæt­is­ráðherr­ans, eða vera áfram inn­an þess.

Lík­urn­ar á út­göngu án samn­ings hafi auk­ist

Fram kem­ur í frétt­inni að rík­is­stjórn­in von­ist til þess að fengið út­göngu­samn­ing­inn samþykkt­an fyr­ir fimmtu­dags­kvöldið til þess að Bret­land geti yf­ir­gefið Evr­ópu­sam­bandið í lok mánaðar­ins. Stjórn­ar­and­stæðing­ar eru sagðir leita allra leiða til þess að koma í veg fyr­ir að Bret­ar yf­ir­gefi sam­bandið 31. októ­ber.

Breski ráðherr­ann Michael Gove, sem sér um und­ir­bún­ing fyr­ir mögu­lega út­göngu án út­göngu­samn­ings, hef­ur sagt að fram­ganga þing­manna hafi gert það að verk­um að út­ganga án samn­ings hafi orðið lík­legri en áður. Rík­is­stjórn­in hafi fyr­ir vikið hafið vinnu við að virkja viðbragðsáætlan­ir vegna þess mögu­leika.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert