Bretar fái aðeins tveggja vikna frest

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

Emm­anu­el Macron, for­seti Frakk­lands, vill að Evr­ópu­sam­bandið veiti bresk­um stjórn­völd­um ekki lengri frest en 15 daga til þess að ganga frá út­göngu Bret­lands úr sam­band­inu.

Fram kem­ur í frétt breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph að aðrir for­ystu­menn inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins vilji hins veg­ar að frest­ur­inn verði lengri. Emb­ætt­is­menn í Brus­sel ótt­ist að stutt­ur frest­ur gæti leitt til þess að Bret­ar færu fyr­ir slysni út án samn­ings.

Stutt­ur frest­ur væri góðar frétt­ir fyr­ir Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, seg­ir í frétt­inni en hann vinn­ur að því að reyna að fá breska þingið til þess að ganga frá samþykkt út­göngu­samn­ings hans við Evr­ópu­sam­bandið og laga­setn­ingu tengdri hon­um.

Haft er eft­ir Amélie de Montchal­in, Evr­ópu­málaráðherra Frakk­lands, að frönsk stjórn­völd úti­loki lang­an frest sem hugsaður væri til þess að vinna tíma og end­ur­semja um út­göngu­samn­ing­inn. Láta eigi reyna á tækni­leg­an frest í nokkra daga.

Bú­ist er við að ákveðið verði á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins í fyrsta lagi á föstu­dag­inn hvort og þá hversu lang­ur frest­ur Bret­um verði veitt­ur.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka