Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum í dag að fresta útgöngu Bretlands úr sambandinu. Ákvörðun um hversu langur fresturinn verður ræðst hins vegar ekki fyrr en eftir helgi.
Sajiv Javid, fjármálaráðherra Bretlands, fullyrti í morgun að Bretland myndi ekki ganga úr ESB 31. október, líkt og breska ríkisstjórnin hefur stefnt að undir forystu Boris Johnson forsætisráðherra.
Johnson segist vera að bíða eftir næsta skrefi leiðtoga sambandsins. Hann hefur áður sagt að ef fresturinn verður framlengdur til 31. janúar mun hann fara fram á að þingmenn samþykki að boða til kosninga 12. desember. Til þess þarf hann stuðning tveggja þriðju hluta þingmanna.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segist einungis tilbúinn að styðja tillögu um kosningar í desember ef möguleiki um útgöngu án samnings verði tekinn út af borðinu.