Samþykkja frest en óvíst hversu langan

Boris Johnson forsætisráðherra í skólaheimsókn í Middleton-grunnskólanum á Suður-Englandi í …
Boris Johnson forsætisráðherra í skólaheimsókn í Middleton-grunnskólanum á Suður-Englandi í dag. Á sama tíma samþykktu leiðtogar ESB-ríkjanna að veita Bretum enn einn Brexit-frestinn. AFP

Leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ins samþykktu á fundi sín­um í dag að fresta út­göngu Bret­lands úr sam­band­inu. Ákvörðun um hversu lang­ur frest­ur­inn verður ræðst hins veg­ar ekki fyrr en eft­ir helgi. 

Sajiv Javid, fjár­málaráðherra Bret­lands, full­yrti í morg­un að Bret­land myndi ekki ganga úr ESB 31. októ­ber, líkt og breska rík­is­stjórn­in hef­ur stefnt að und­ir for­ystu Bor­is John­son for­sæt­is­ráðherra. 

John­son seg­ist vera að bíða eft­ir næsta skrefi leiðtoga sam­bands­ins. Hann hef­ur áður sagt að ef frest­ur­inn verður fram­lengd­ur til 31. janú­ar mun hann fara fram á að þing­menn samþykki að boða til kosn­inga 12. des­em­ber. Til þess þarf hann stuðning tveggja þriðju hluta þing­manna. 

Jeremy Cor­byn, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, seg­ist ein­ung­is til­bú­inn að styðja til­lögu um kosn­ing­ar í des­em­ber ef mögu­leiki um út­göngu án samn­ings verði tek­inn út af borðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert