Baráttan gegn Brexit töpuð

Michael Heseltine, fyrrverandi þingmaður og ráðherra breska Íhaldsflokksins.
Michael Heseltine, fyrrverandi þingmaður og ráðherra breska Íhaldsflokksins. AFP

Bar­átt­an fyr­ir því að Bret­land verði áfram inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins er töpuð í kjöl­far þing­kosn­ing­anna í land­inu sem fram fóru á fimmtu­dag­inn. Þetta seg­ir Michael Heselt­ine, lá­v­arður og fyrr­ver­andi ráðherra og þingmaður breska Íhalds­flokks­ins, en hann hef­ur ára­tug­um sam­an verið einn helsti stuðnings­maður veru Bret­lands í sam­band­inu.

Helsta stefnu­mál Íhalds­flokks­ins, und­ir for­ystu Bor­is John­sons, fyr­ir kosn­ing­arn­ar var að Bret­land gengi úr Evr­ópu­sam­band­inu (brex­it) í lok næsta mánaðar í sam­ræmi við niður­stöðu þjóðar­at­kvæðis­ins sem fram fór í land­inu 2016. Flokk­ur­inn náði af­ger­andi meiri­hluta í neðri deild breska þings­ins í kosn­ing­un­um og veg­ur­inn út úr sam­band­inu þar með greiður.

Heselt­ine, sem var meðal ann­ars ráðherra í for­sæt­is­ráðherratíð Marga­ret Thatcher, hef­ur bar­ist öt­ul­lega gegn fyr­ir­hugaðri út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu og gekk svo langt að hvetja fólk til þess að kjósa Frjáls­lynda demó­krata í kosn­ing­un­um til þess að reyna að stöðva út­göng­una. Fyr­ir vikið var hann rek­inn úr Íhalds­flokkn­um.

Spurður hvort hann teldi að í kjöl­farið færi í gang bar­átta fyr­ir því að Bret­land gengi aft­ur í Evr­ópu­sam­bandið er haft eft­ir Heselt­ine í frétt Daily Tel­egraph að hann sjái ekki fyr­ir sér að það verði aft­ur á dag­skránni að minnsta kosti næstu 20 árin. Það þýddi ekk­ert að fara í kring­um hlut­ina. „Við höf­um tapað, brex­it mun verða og við verðum að lifa með því.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert