Þingnefnd meinar útgöngusinnum að hringja Big Ben

Hópfjármögnun bresku ríkisstjórnarinnar, svo hægt verði að láta hina frægu klukku Big Ben hringja þegar Bretar yfirgefa Evrópusambandið 31. janúar klukkan 23, er vel á veg komin. Alls hafa um 223 þúsund pund safnast en áætlaður kostnaður er 500 þúsund pund, eða sem nemur rúmri 81 milljón króna. 

Þing­menn hlynnt­ir út­göng­unni hvöttu til þess að gerðar verði ráðstaf­an­ir til þess að hægt verði að láta klukk­una hringja en það mun reynast kostnaðarsamt þar sem viðgerðir hafa staðið yfir á klukkut­urn­in­um und­an­far­in ár og til þess að hægt sé að láta klukk­una hringja þarf að koma aft­ur fyr­ir búnaði tengd­um klukk­unni sem var fjar­lægður tíma­bundið vegna viðgerðanna.

Bor­is John­son for­sæt­is­ráðherra greip þá til þess ráðs að safna fé á meðal al­menn­ings og fyr­ir­tækja sem fyrr seg­ir til þess að fjár­magna hring­ing­una. Þingdeild neðri deildar breska þingsins hefur nú skorist í leikinn og bendir á að ekki sé leyfilegt að nýta féð sökum reglna um framlög til ríkisrekinna stofnana, sem Big Ben flokkast sem.

Richard Tice, formaður Brexit-flokksins, segir stöðuna sem upp er komin fáránlega. „Við erum með plan B,“ segir Tice, en það felst í að tengja hátalara og einfaldlega spila upptöku af Big Ben hringja.

Hver svo sem niðurstaðan verður er alveg ljóst að Bretland verður fyrsta ríkið sem gengur úr Evrópusambandinu, 31. janúar næstkomandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka