Fyrsta tollafgreiðslan í áratugi

Myndin er tekin við landamæraæfingu á síðasta ári, áður en …
Myndin er tekin við landamæraæfingu á síðasta ári, áður en Bretar gengu úr Evrópusambandinu. AFP

Breska rík­is­stjórn­in hef­ur keypt um 11 hekt­ara lands við höfn­ina Kent, um 30 kíló­metr­um frá borg­inni Do­ver. Þar stend­ur til að koma upp tollaf­greiðslu til að af­greiða þá tíu þúsund vöru­bíla sem koma dag hvern frá Frakklandi gegn­um Ermar­sund. Verður þar fyrsta tollaf­greiðslu­stöðin sem Bret­ar setja upp til að af­greiða vör­ur sem ber­ast frá Evr­ópu­sam­band­inu.

Land­ar­eign­in var keypt í flýti og sveit­ar­stjórn aðeins gef­inn nokk­urra klukku­tíma fyr­ir­vari um að landið væri nú í eign breska rík­is­ins áður en þeim var gert að gera íbú­um viðvart um fyr­ir­hugaðar fram­kvæmd­ir og mögu­legt ónæði sem þeim kann að fylgja.

Í bréfi til sveit­ar­stjórn­ar frá Rachel Mac­le­an, þing­manni í sam­göngu­nefnd breska þings­ins, seg­ir að vinna á svæðinu hefj­ist strax á mánu­dag; svæðið verði girt af, þar fari fram jarðvinna og bygg­ing tíma­bund­inna vinnu­skúra. Áætlana­gerð er ekki lokið en stefnt er að því, að sögn þing­manns­ins, að fram­kvæmd­ir verði komn­ar vel á veg þegar aðlög­un­ar­ferli Breta (e. transiti­on per­i­od) lýk­ur um ára­mót, Bret­ar ganga úr Evr­ópska efna­hags­svæðinu og toll­frelsi lýk­ur.

Fram­kvæmd­irn­ar eru liður í marg­millj­óna punda áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem ber nafnið Get Rea­dy for Brex­it en á mánu­dag verður nýtt landa­mæra­fyr­ir­komu­lag og inn­flytj­enda­kerfi kynnt. Þegar hef­ur verið gefið út að hið síðara mun byggja á stiga­kerfi að ástr­alskri fyr­ir­mynd, þar sem um­sækj­end­ur eru metn­ir út frá fjölda þátta og þeim gef­in stig eft­ir því hve fram­bæri­leg­ir þeir eru.

Guy Ver­hofsta­dt, Evr­ópuþingmaður sem fór fyr­ir samn­inga­nefnd Evr­ópuþings­ins í viðræðunum út út­göngu Breta úr sam­band­inu, tjá­ir sig um málið á Face­book. „Árið 1988 til­kynnti Marga­ret Tatcher stolt að viðskipta­hindr­an­ir væru á út­leið í Evr­ópu. Árið 2020 reis­ir sami flokk­ur hindr­an­ir á ný. Við get­um aldrei tekið fram­förum sem gefn­um!“ seg­ir þingmaður­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka