Umdeilt Brexit-frumvarp samþykkt

Viðræður um viðskiptasamninga milli Bretlands og ESB standa nú yfir.
Viðræður um viðskiptasamninga milli Bretlands og ESB standa nú yfir. AFP

Neðri deild breska þings­ins samþykkti frum­varp í gær­kvöldi, sem fel­ur í sér að ekki verður tekið til­lit til ákveðinna hluta Brex­it-samn­ings Breta við Evr­ópu­sam­bandið.

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur sagt að frum­varpið inni­haldi ör­ygg­is­net sem verndi Norður-Írland, sem og allt Bret­land, í kom­andi samn­ingaviðræðum við ESB.

John­son seg­ir að frum­varpið komi í veg fyr­ir að ESB setji tolla á inn­an­landsviðskipti í Bretlandi, þar á meðal mat­ar­send­ing­ar til Norður-Írlands.

And­stæðing­ar frum­varps­ins, þar á meðal meðlim­ir Íhalds­flokks John­sons og fimm for­ver­ar hans á Down­ing-stræti, vara við því að hið téða neyðarúr­ræði brjóti mögu­lega í bága við alþjóðleg lög, og skaði orðspor Bret­lands á alþjóðavett­vangi.

Full­trú­ar ESB hafa einnig gagn­rýnt frum­varpið og kallað rétt­læt­ing­ar John­sons út­úr­snún­inga. Leiðtog­ar sam­bands­ins hafa heimtað að úrræðið verði dregið til baka fyr­ir lok sept­em­ber­mánaðar.

Mögu­leg andstaða í lá­v­arðadeild­inni

Nú standa yfir samn­ingaviðræður milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins um fyr­ir­komu­lag viðskipta­samn­inga eft­ir út­göngu Breta úr ESB. Bret­ar gengu form­lega úr sam­band­inu í janú­ar síðastliðinn, en hið svo­kallaða aðlög­un­ar­tíma­bil end­ar í janú­ar 2021.

Frumvarpið var samþykkt af fulltrúadeild breska þingsins í gærkvöldi.
Frum­varpið var samþykkt af full­trúa­deild breska þings­ins í gær­kvöldi. AFP

Hætta er á að frum­varpið muni valda frek­ari erfi­leik­um í viðræðunum, sem eru sagðar síðasti liður­inn í út­göngu­ferl­inu.

Áður en frum­varpið er leitt í lög þarf það að fara í gegn um lá­v­arðadeild breska þings­ins. Reiknað er með að frum­varpið mæti mik­illi mót­stöðu í lá­v­arðadeild­inni, en ef það er samþykkt tek­ur það gildi í janú­ar 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert