Gefa eftir „gríðarlega mikilvæga hluti“

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Haft er eft­ir fulltúr­um franskra stjórn­valda að Bret­ar hafi gefið eft­ir „gríðarlega mik­il­væga hluti“ í viðræðum sín­um við ESB um Brex­it nú í kvöld. Sagt er að Bret­ar séu að gefa eft­ir það sem áður voru tald­ar ófrá­víkj­an­leg­ar for­send­ur í mál­efn­um er snúa að sjáv­ar­út­vegi.

Þetta eru Bret­ar sagðir gera til þess að forða því að eng­inn samn­ing­ur ná­ist um út­göngu Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu. Bret­ar ganga úr ESB eft­ir átta daga, eða um ára­mót, með eða án samn­ings.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka