Komið að úrslitastund vegna Brexit

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Samn­inga­menn Breta og Evr­ópu­sam­bands­ins ná mögu­lega sam­komu­lagi í fisk­veiði- og sam­keppn­is­mál­um í kvöld vegna út­göngu Breta úr ESB.

Um ára­mót lýk­ur aðlög­un­ar­tíma­bil­inu (e. transiti­on per­i­od) sem ákveðið var í lok janú­ar á þessu ári, að myndi gilda til 31. des­em­ber 2020.

Sam­kvæmt frétt AFP tekst með þessu að forða ófyr­ir­sjá­an­leg­um efna­hags­leg­um af­leiðing­um sem fyr­ir­séðar voru ef aðlög­un­ar­tíma­bil­inu lyki án sam­komu­lags.

Talið er að til­kynnt verði um vænt­an­leg­an samn­ing seinna í kvöld eða á morg­un og munu aðild­ar­ríki ESB samþykkja bráðabirgða gildis­töku á fyrsta degi næsta árs.

Emb­ætt­ismaður Evr­ópu­sam­bands­ins sagði við BBC að of snemmt væri að tala um samn­ing en nú væri komið að úr­slita­stund.

Heim­ildamaður BBC í breska for­sæt­is­ráðuneyt­inu sagði að það væri mögu­legt en ekki full­víst að það tæk­ist að semja í kvöld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert