Komið að úrslitastund vegna Brexit

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Samningamenn Breta og Evrópusambandsins ná mögulega samkomulagi í fiskveiði- og samkeppnismálum í kvöld vegna útgöngu Breta úr ESB.

Um ára­mót lýk­ur aðlög­un­ar­tíma­bil­inu (e. transiti­on per­i­od) sem ákveðið var í lok janú­ar á þessu ári, að myndi gilda til 31. des­em­ber 2020.

Samkvæmt frétt AFP tekst með þessu að forða ófyrirsjáanlegum efnahagslegum afleiðingum sem fyrirséðar voru ef aðlögunartímabilinu lyki án samkomulags.

Talið er að tilkynnt verði um væntanlegan samning seinna í kvöld eða á morgun og munu aðildarríki ESB samþykkja bráðabirgða gildistöku á fyrsta degi næsta árs.

Embættismaður Evrópusambandsins sagði við BBC að of snemmt væri að tala um samning en nú væri komið að úrslitastund.

Heimildamaður BBC í breska forsætisráðuneytinu sagði að það væri mögulegt en ekki fullvíst að það tækist að semja í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert