Samningamenn Breta og Evrópusambandsins ná mögulega samkomulagi í fiskveiði- og samkeppnismálum í kvöld vegna útgöngu Breta úr ESB.
Um áramót lýkur aðlögunartímabilinu (e. transition period) sem ákveðið var í lok janúar á þessu ári, að myndi gilda til 31. desember 2020.
Samkvæmt frétt AFP tekst með þessu að forða ófyrirsjáanlegum efnahagslegum afleiðingum sem fyrirséðar voru ef aðlögunartímabilinu lyki án samkomulags.
Talið er að tilkynnt verði um væntanlegan samning seinna í kvöld eða á morgun og munu aðildarríki ESB samþykkja bráðabirgða gildistöku á fyrsta degi næsta árs.
Embættismaður Evrópusambandsins sagði við BBC að of snemmt væri að tala um samning en nú væri komið að úrslitastund.
Heimildamaður BBC í breska forsætisráðuneytinu sagði að það væri mögulegt en ekki fullvíst að það tækist að semja í kvöld.