Öll 27 ríki Evrópusambandsins hafa lagt blessun sína yfir samning milli Breta og ESB um útgöngu Breta úr sambandinu. Það gerðu þau á fundi sínum í Brussel í dag.
Samningar náðust á aðdangadag og síðan þá hefur samþykkis sendiherra allra aðildarríkja ESB verið beðið, sem og samþykkis breska þingsins en það kemur saman 30. desember.
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, fer fyrir stjórnarandstöðunni í Bretlandi og hann hefur sagt að hann og hans flokksmenn muni ekki reyna að koma í veg fyrir að samningurinn hljóti samþykki þingsins. Starmer hefur alla tíð talað gegn útgöngu úr ESB.