Undirrita samning Breta og ESB á morgun

Johnson ásamt Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdaráðs ESB.
Johnson ásamt Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdaráðs ESB. AFP

Samningur Bretlands og Evrópusambandsins um framtíðarsamskipti og -viðskipti þeirra á milli verður undirritaður á morgun af leiðtogum sambandsins í Brussel, áður en flogið verður með samninginn til Lundúna þar sem forsætisráðherrann Boris Johnson mun leggja nafn sitt við hann.

Frá þessu greinir breska forsætisráðuneytið í tilkynningu, þar sem segir að flugvél breska flughersins muni fljúga með samninginn á milli höfuðborganna tveggja, ásamt embættismönnum Breta og ESB.

Samkomulag á aðfangadag

Degi síðar, eða á gamlársdag, mun Bretland ganga út úr Evrópusambandinu.

Breska þingið hefur verið kallað til að funda og kjósa um samninginn, en komist var að samkomulagi um innihald hans á aðfangadag eftir níu mánaða samningaviðræður.

Hefjast umræður í fyrramálið og verða atkvæði greidd í kjölfarið. Þar er búist við að Verkamannaflokkurinn styðji samninginn ásamt Íhaldsflokki Johnsons, að því er fram kemur í umfjöllun BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert