Erdogan fundar með leiðtoga Hamas

Erdogan heldur ræðu 1. apríl.
Erdogan heldur ræðu 1. apríl. AFP/Adem Altan

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas-samtakanna, hófu í morgun viðræður í tyrknesku borginni Istanbúl vegna vopnahlés á Gasasvæðinu.

Erdogan hefur reynt, án árangurs, að ná fótfestu sem milligöngumaður í samningaviðræðum sem hafa staðið yfir vegna stríðs Ísraels og Palestínu. 

Hann vildi í morgun ekkert tjá sig um fundinn með Haniyeh.

Ismail Haniyeh.
Ismail Haniyeh. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka