Handtekinn vegna sprengjuhótunar

Flugvöllurinn í Billund.
Flugvöllurinn í Billund.

Karlmaður hefur verið handtekinn í tengslum við sprengjuhótunina á flugvellinum í Billund í Danmörku.

Lögreglan veit ekki hvenær flugferðir geta hafist á nýjan leik en flugvöllurinn var rýmdur í morgun.

Lögreglan segist í tilkynningu ekki geta staðfest hvort sprengja hafi fundist.

„Sem stendur eru engar vísbendingar uppi um að aðrir hafi staðið á bak við sprengjuhótunina,” segir í tilkynningunni, að því er Ekstra Bladet greindi frá. 

Rannsókn stendur yfir á því hvort hótunin tengist því þegar hraðbanki var sprengdur upp við Nodmarksveg í Billund í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert