Handtekin fyrir að stinga kennara og nemanda

Mikill viðbúnaður var við skólann í Wales á meðan foreldrar …
Mikill viðbúnaður var við skólann í Wales á meðan foreldrar biðu óþreyjufullir eftir að börn þeirra fengju að koma út.

Unglingsstúlka í vesturhluta Wales á Bretlandseyjum hefur verið handtekin en hún er grunuð um að hafa reynt að ráða tveimur kennurum og einum samnemenda sínum bana með eggvopni í morgun.

Samkvæmt umfjöllun BBC átti atvikið átti sér stað í menntaskóla í bænum Ammanford laust eftir kl. 11 að staðartíma. Öll þrjú særðust en áverkar þeirra eru ekki lífshættulegir að sögn lögreglunnar á svæðinu. 

Stúlkan er nú í gæsluvarðhaldi en lögreglan hefur einnig lagt hald á árásarvopnið. 

Atvikið vakið óhug á Bretlandseyjum

Voru nemendur læstir inni í kennslustofum þar til óvissuástand vegna árásarinnar þótti yfirstaðið og biðu foreldrar óþreyjufullir eftir börnum sínum er þeim var loksins hleypt út eftir klukkan 15, en nemendur eru á bilinu 11-18 ára og eru um 2.000 talsins. 

Atvikið hefur vaki' mikinn óhug í Bretlandi og hefur fjöldi stjórnmálamanna lýst samhug sínum með fórnarlömbunum, þar á meðal forsætisráðherrann Rishi Sunak.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka