Dómsmálaráðherra: Hefðbundin já,já/nei,nei afstaða framsóknarmanna

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. mbl.is/Frikki

Björn Bjarna­son, dóms­málaráðherra, seg­ir á vef sín­um í dag að þegar álykt­un Fram­sókn­ar­flokks­ins um aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið er les­in þá sést að þetta er ósköp hefðbund­in já,já/​nei,nei afstaða fram­sókn­ar­manna, enda hefði hún ella ekki hlotið jafnafger­andi stuðning flokks­manna.

Ein­kenni­legt er, að þessi niðurstaða skuli gleðja aðild­arsinn­ana Ágúst Ólaf Ágústs­son, vara­formann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Ei­rík Berg­mann Ein­ars­son á Bif­röst. Hitt er að vísu vitað, að litlu verður Vögg­ur feg­inn, skrif­ar Björn í dag.

Evr­ópu­nefnd Sjálf­stæðis­flokks­ins boðaði til kynn­ing­ar­fund­ar í Val­höll í há­deg­inu í dag. Mik­ill fjöldi fólks hlýddi á þá for­menn nefnd­ar­inn­ar, Kristján Þór Júlí­us­son, alþing­is­mann, og Árna Sig­fús­son, bæj­ar­stjóra, út­lista það, sem fram hef­ur komið í nefnd­ar­starf­inu.

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, flutti ræðu á fund­in­um. Hann taldi starf Evr­ópu­nefnd­ar hafa gengið afar vel og til marks um það væri, að um 1500 manns hefðu sótt fundi á henn­ar veg­um um land allt. Tek­ist hefði að blása lífi í Evr­ópu­um­ræður inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins, þótt aðild að Evr­ópu­sam­band­inu væri ekki neitt skyndi­legt bjargráð út úr vanda þjóðar­inn­ar. Ekki væri unnt að reikna sig inn í sam­bandið og nota til þess pen­inga­leg­an mæli­kv­arða, hug­lægt mat yrði einnig að ráða. Hafa yrði að leiðarljósi, hvað Íslandi yrði fyr­ir bestu.

Vef­ur Björns Bjarna­son­ar 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Laugardaginn 15. mars