Ušackas heimsótti Alþingi

Vygaudas Ušackas, utanríkisráðherra Litháen ásamt Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar …
Vygaudas Ušackas, utanríkisráðherra Litháen ásamt Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar Alþingis og Valgerði Bjarnadóttur, varaformanni nefndarinnar.

Utanríkisráðherra Litháens, hr. Vygaudas Ušackas, átti í morgun fund með formanni og varaformanni utanríkismálanefndar, Árna Þór Sigurðssyni og Valgerði Bjarnadóttur, í Alþingishúsinu.

Á fundinum greindi Ušackas meðal annars frá stuðningi litháískra stjórnvalda við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sem undirstrikaður var með sérstakri ályktun þings Litháen sem samþykkt var 23. júlí. í ályktuninni er skorað á þjóðþing og ríkisstjórnir Evrópusambandsríkjanna að styðja aðildarumsókn Íslands.

Þá gerði Ušackas einnig grein fyrir því hvernig Litháen hefði staðið að aðildarviðræðum við Evrópusambandið á sínum tíma. Að fundi loknum skoðaði ráðherrann Alþingishúsið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær