Vill fresta umsóknarferli ESB

„Ég hef þung­ar áhyggj­ur af samn­ings­stöðu Íslands,“ seg­ir Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. Hann sagðist í sam­tali við RÚV vilja fresta aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið. Í ljósi beinna og óbeinna hót­ana Breta, Hol­lend­inga og fleiri ESB-aðild­ar­ríkja, verði að leysa milli­ríkja­deil­ur áður en sest er að samn­inga­borði með ESB.

Jón Bjarna­son nefndi hryðju­verka­lög Breta á Íslend­inga í kjöl­far banka­hruns­ins, yf­ir­lýs­ing­ar hol­lenskra ráðherra um bein tengsl milli Ices­a­ve-deil­unn­ar og ESB-aðild­ar Íslands, auk þess sem Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn setti stöðugt fleiri og nýj­ar kröf­ur á þjóðina, sem óvíst væri hvernig hún stæði und­ir.

„Þannig að mér finnst það veru­legt áhyggju­efni að vera að fara í samn­ingaviðræður við ríkja­sam­band í þeirri stöðu sem ís­lenska þjóðin er núna,“ sagði Jón Bjarna­son í sam­tali við RÚV.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær